Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 09. október 2018 11:06
Arnar Helgi Magnússon
Sverrir: Kostir og gallar við þriggja hafsenta kerfi
Icelandair
Sverrir á æfingu íslenska liðsins
Sverrir á æfingu íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason leikmaður íslenska landsliðsins og Rostov í Rússlandi er spenntur fyrir komandi landsliðsverkefnum. Íslenska liðið mætir því franska á fimmtudagskvöldið.

„Þetta leggst bara vel í okkur. Þetta er hörkuleikur sem við fáum, við erum staðráðnir að bæta upp fyrir úrslitin sem við fengum í síðust leikjum. Þetta er gott test fyrir okkur að fá Frakkana, hann ætti að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Sviss."

Sverrir segir að það hafi verið erfitt að kyngja úrslitunum úr síðustu leikjum en að nú sé tíminn til að sýna hvað í þeim býr.

„Eftir síðustu tvo leiki var þetta svolítið erfitt. Við höfum verið að ganga í gegnum góða tíma saman og ná í frábær úrslit. Svona er bara fótboltinn, stundum koma skellirnir og úrslitin verða ekki nógu góð. Nú verðum við bara að skoða hvað fór úrskeiðis og hvað við getum bætt."

Rætt hefur verið um hvort Erik Hamren muni breyta um taktík og spili með þriggja manna varnarlínu. Sverrir segir erfitt að segja til um það hvort það sé það rétta í stöðunni.

„Við vitum ekki hvort það gæti virkað fyrr en að við erum búnir að prófa það. Ég sjálfur hef verið að spila mikið í þriggja hafsenta kerfi og er að gera það í dag. Það eru kostir og gallar við þetta en ef að þjálfarnir vilja prufa þetta og þróa inn í framtíðina þá er allt í lagi vera með öðruvísi taktík sem væri hægt að nota þegar þörf væri á."

Sverrir er sáttur með lífið og spilamennskuna í Rússlandi.

„Það gengur bara vel, við höfum farið vel af stað í ár og verið að ná í fín úrslit. Við erum á fínu róli, vonandi verður þetta bara skemmtilegt tímabil og við náum að gera eitthvað."
Athugasemdir
banner
banner
banner