Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   þri 09. október 2018 11:06
Arnar Helgi Magnússon
Sverrir: Kostir og gallar við þriggja hafsenta kerfi
Icelandair
Sverrir á æfingu íslenska liðsins
Sverrir á æfingu íslenska liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason leikmaður íslenska landsliðsins og Rostov í Rússlandi er spenntur fyrir komandi landsliðsverkefnum. Íslenska liðið mætir því franska á fimmtudagskvöldið.

„Þetta leggst bara vel í okkur. Þetta er hörkuleikur sem við fáum, við erum staðráðnir að bæta upp fyrir úrslitin sem við fengum í síðust leikjum. Þetta er gott test fyrir okkur að fá Frakkana, hann ætti að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Sviss."

Sverrir segir að það hafi verið erfitt að kyngja úrslitunum úr síðustu leikjum en að nú sé tíminn til að sýna hvað í þeim býr.

„Eftir síðustu tvo leiki var þetta svolítið erfitt. Við höfum verið að ganga í gegnum góða tíma saman og ná í frábær úrslit. Svona er bara fótboltinn, stundum koma skellirnir og úrslitin verða ekki nógu góð. Nú verðum við bara að skoða hvað fór úrskeiðis og hvað við getum bætt."

Rætt hefur verið um hvort Erik Hamren muni breyta um taktík og spili með þriggja manna varnarlínu. Sverrir segir erfitt að segja til um það hvort það sé það rétta í stöðunni.

„Við vitum ekki hvort það gæti virkað fyrr en að við erum búnir að prófa það. Ég sjálfur hef verið að spila mikið í þriggja hafsenta kerfi og er að gera það í dag. Það eru kostir og gallar við þetta en ef að þjálfarnir vilja prufa þetta og þróa inn í framtíðina þá er allt í lagi vera með öðruvísi taktík sem væri hægt að nota þegar þörf væri á."

Sverrir er sáttur með lífið og spilamennskuna í Rússlandi.

„Það gengur bara vel, við höfum farið vel af stað í ár og verið að ná í fín úrslit. Við erum á fínu róli, vonandi verður þetta bara skemmtilegt tímabil og við náum að gera eitthvað."
Athugasemdir
banner
banner