Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 09. nóvember 2018 13:44
Magnús Már Einarsson
Aron spilar ekki gegn Katar - Verður með liðinu allan tímann
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, snýr aftur í íslenska landsliðshópinn sem mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudag. Íslenska landsliðið verður áfram í Belgíu eftir leikinn og mætir Katar í vináttuleik 19. október. Aron verður allan tímann með liðinu í Belgíu en hann verður ekki með í leiknum gegn Katar.

„Það er ljóst að Aron Einar er ekki með líkama til að spila tvo leiki á svo stuttum tíma," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Við höfum ákveðið í sameiningu við hann að hann spilar á móti Belgíu og verður síðan áfram hjá okkur. Hann er fyrirliði liðsins og við þurfum á hans reynslu og nærveru að halda fyrir undankeppnina."

Erik Hamren og Freyr völdu 25 manna hóp fyrir leikina tvo og stefnan er á að allir aðrir leikmenn verði til taks fyrir leikinn gegn Katar.

„Það er ekki á planinu að neinir fari heim. Við vonum að allir komist heilir í gegnum leikinn á móti Belgíu. Ef svo er þá verða allir með okkur í seinni leiknum."

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner