Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   lau 09. nóvember 2019 14:23
Ívan Guðjón Baldursson
England: Abraham og Pulisic tryggðu sjötta sigurinn í röð
Chelsea 2 - 0 Crystal Palace
1-0 Tammy Abraham ('52)
2-0 Christian Pulisic ('79)

Chelsea fékk Crystal Palace í heimsókn í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stjórnuðu heimamenn gangi mála frá fyrstu mínútu.

Gestirnir áttu ekki eina einustu marktilraun í fyrri hálfleik og kom Tammy Abraham þeim bláklæddu yfir í upphafi síðari hálfleiks. Willian gaf þá frábæra sendingu innfyrir vörnina og á Abraham sem skoraði af stuttu færi.

Þegar tók að líða á leikinn þurftu gestirnir að opna sig meira og náði Chelsea að tvöfalda forystuna eftir skyndisókn. Christian Pulisic skallaði boltann þá í netið eftir að skot Michy Batshuayi fór af varnarmanni og upp í loft.

Meira var ekki skorað í leiknum og fyllilega verðskuldaður sigur Chelsea staðreynd. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð í deildinni.

Chelsea er í öðru sæti eftir sigurinn, einu stigi fyrir ofan Englandsmeistara Manchester City sem eiga leik til góða gegn toppliði Liverpool á morgun.

Crystal Palace er áfram um miðja deild, með 15 stig eftir 12 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Aston Villa 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 12 3 3 6 11 21 -10 12
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner