Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. desember 2018 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Emery: Við getum gert betur
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Unai Emery og lærisveinar hans í Arsenal unnu nauman sigur á Huddersfield í gær, 1-0 þar sem Lucas Torreira skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.

Emery segir að Arsenal hafi aldrei fundið taktinn í leiknum.

„Þetta var erfiður leikur eins og margir aðrir leikir, en í dag (gær) fundum við aldrei taktinn en náðum engu að síður í stigin þrjú. Ég er mjög ánægður með úrslitin en það reyndist okkur mjög erfitt að ná tökum á leiknum."

„Þolinmæði var lykillinn í að ná þessum sigri en ég hefði viljað vinna með meira öryggi en við gerðum."

„Við getum gert betur en við gerðum í dag (gær) og við ræddum um það að við viljum vinna leikina með meiri yfirburðum. En við sýndum karakter með að klára þennan leik," sagði Emery að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner