Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. desember 2019 07:30
Magnús Már Einarsson
Joaquin setti met í fimm stærstu deildunum
Joaquin í leik með Real Betis.
Joaquin í leik með Real Betis.
Mynd: Getty Images
Fyrrum spænski landsliðsmaðurinn Joaquin skráði sig í sögubækurnar í spænsku úrvalsdeildinni í gær með þrennu á fyrstu tuttugu mínútunum gegn Athletic Bilbao.

Joaquin sló 55 ára gamalt Alfredo di Stefano með þrennunni en hann er nú sá elsti í sögunni til að skora þrennu í La Liga. Joaquin er 38 ára og 140 daga gamall.

Metið nær ekki bara yfir Spán heldur er Joaquin nú elsti leikmaðurinn í sögunni í fimm stærstu deildum Evrópu til að skora þrennu.

Elstir til að skora þrennu í fimm stærstu deildunum
Spánn - Joaquin 38 ára og 140 daga
Þýskaland - Claudio Pizarro 37 ára og 151 daga
England - Teddy Sheringham 37 ára og 146 daga
Ítalía - Silvio Piola 37 ára og 51 daga
Frakkland - Tony Cascarino 37 ára og 31 daga
Athugasemdir
banner
banner
banner