Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 10. janúar 2022 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reading kallar Jökul til baka úr láni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reading tilkynnti rétt í þessu að félagið hefði kallað Jökul Andrésson úr láni frá Morecambe. Jökull var á láni hjá Morecambe fyrir áramót og spilaði alls sautján leiki. Hann datt úr liði Morecambe í byrjun desember og var á bekknum í síðustu sex leikjum í röð.

Morecambe fékk til sín markvörðinn Trevor Carson á láni frá Dundee fyrr í mánuðinum og varði hann mark Morecambe í enska bikarnum í gær.

Jökull er þessa stundina með A-landsliðinu og er einn þriggja markvarða sem kemur til greina í leikina gegn Úganda og Suður-Kóreu.

Jökull er tvítugur og hefur verið á mála hjá Reading frá árinu 2017. Í frétt á heimasíðu Reading kemur fram að Jökull muni koma inn á aðalliðsæfingar hjá Reading eftir landsleikina.

Luke Southwood er aðalmarkvörður Reading en hann er 24 ára gamall. Varamarkvörðurinn, Rafael, er 31 árs og spilaði í bikarnum í 2-1 tapi gegn Kidderminster á laugardag. Reading er í 21. sæti Championship-deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti eftir 23 spilaða leiki.

Sjá einnig:
Hefði Jökull spilað gegn Tottenham? - Fengu upplýsingar fyrir tilviljun
Athugasemdir
banner
banner
banner