Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alisson, Trent og Jota æfa með hópnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, fótboltastjóri Liverpool, svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Atalanta í Evrópudeildinni annað kvöld.

Klopp segir að Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker og Diogo Jota séu byrjaðir að æfa aftur með hópnum en að það sé ekki búið að taka ákvörðun um hvort einhver þeirra sé tilbúinn fyrir leikinn gegn Atalanta.

„Það er augljóst að við þurfum á þeim að halda, en við þurfum á þeim að halda í sínu besta standi. Það er alltaf erfitt að koma til baka eftir meiðsli en þetta eru reyndir og gæðamiklir leikmenn og ég hef fulla trú á að þeir finni rétta taktinn fljótt aftur," sagði Klopp. „Við höfum ekki tekið ákvörðun fyrir morgundaginn, það verður gert eftir æfingu á morgun.

„Þeir litu vel út í gær en þeir hafa verið fjarverandi í langan tíma og þurfa mínútur til að komast aftur í sitt besta form. Þetta er fullkomin tímasetning til að fá þá aftur útaf því að það er gríðarlega mikið af leikjum framundan."


Joe Gomez og Conor Bradley hafa verið að gera góða hluti í fjarveru Alexander-Arnold og þá eru Caoimhín Kelleher og Luis Díaz að standa sig vel í fjarveru Alisson og Jota. Táningar úr unglingaliðinu hafa einnig stigið inn í meiðslavandræðum Liverpool og staðið sig með stakri prýði

„Ungu strákarnir hafa verið frábærir en þeir geta ekki heldur spilað hvern einasta leik. Við þurfum sem flesta leikmenn fyrir törnina sem er framundan, við þurfum að vinna alla leikina sem eru eftir á tímabilinu."

Stefan Bajcetic er þá að nálgast endurkomu eftir erfið meiðsli á mjöðm en hann mun spila með varaliði Liverpool áður en hann kemur aftur inn í aðalliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner