Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Meiddist á hné í leik gegn City fyrir tveimur árum og neyðist til að hætta
Stuart Dallas.
Stuart Dallas.
Mynd: Getty Images
Stuart Dallas miðjumaður Leeds og Norður-Írlands hefur lagt skóna á hilluna en hann hefur ekki spilað í tvö ár vegna meiðsla. Dallas, sem er 32 ára, varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í apríl 2022.

„Ég verð að horfast í augu við það að ég varð fyrir óafturkræfum skaða og mun ekki geta snúið aftur í atvinnumennsku í fótbolta," segir Dallas.

Dallas lék 266 leiki fyrir Leeds og skoraði 28 mörk. Þá lék hann 62 landsleiki fyrir Norður-Írland og lék fyrir þjóð sína á EM 2016.

Hann segist niðurbrotinn yfir því að þurfa að hætta í boltanum. Hanner í viðræðum við Leeds United um að taka að sér starf bak við tjöldin hjá félaginu.
Athugasemdir
banner