Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Klúður ársins hjá Íslendingaliði Kristianstad - „Hvernig í andskotanum fór hún að þessu?“
Tabby Tindell skoraði glæsilegt mark fyrr í leiknum en fór illa að ráði sínu í lok leiks
Tabby Tindell skoraði glæsilegt mark fyrr í leiknum en fór illa að ráði sínu í lok leiks
Mynd: Kristianstad
Tabby Tindell, leikmaður Kristianstad í sænsku kvennadeildinni, átti klúður ársins í Svíþjóð í 2-2 jafntefli liðsins gegn Häcken í gær.

Staðan var 2-2 í leiknum og komið á aðra mínútu í uppbótartíma er Kristianstad var í sókn.

Það var einhver misskilningur á milli markvarðar og varnarmanns, sem endaði með því að Tindell fékk boltann fyrir opnu marki, en setti hann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu.

Tindell hefur reynst Kristianstad vel á tímabilinu og skoraði hún meðal annars stórkostlegt mark fyrr í leiknum, en fór þarna illa með algert dauðafæri.

„Ég ligg þarna í grasinu og hélt að einhver væri að grínast í mér. Síðan sé ég boltann leka framhjá markinu og hugsa: „Hvernig í andskotanum klúðraði Tabby þessu?“. Mjög gott fyrir okkur að hún hafi klikkað á þessu færi. Við vorum örlítið heppnar þarna eða eiginlega bara ógeðslega heppnar,“ sagði Josefine Rybrink, leikmaður Häcken við Sportsbladet.


Athugasemdir
banner
banner
banner