fös 10. júlí 2020 09:00
Innkastið
Þarf KA að skipta aftur um leikkerfi?
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég hef miklar áhyggjur fyrir hönd minna manna í KA. Þeir eru með tvö stig eftir fjóra leiki," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær eftir 4-1 sigur Fylkis á KA.

KA er ennþá án sigurs í Pepsi Max-deildinni og 3-4-3 leikkerfi liðsins var til umræðu í Innkastinu. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, hefur hrifist af 3-4-3 kerfinu í gegnum tíðina en síðari hlutann í fyrra spilaði KA 4-2-3-1 og þá varð gengi liðsins betra.

„Þriggja hafsenta kerfið hjá Óla Stefáni er virkilega umdeilt fyrir norðan og hann fer inn í þetta tímabil þannig að það eru ekki allir stuðningsmenn á hans bandi," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Mér finnst það ekki henta þessum leikmannahópi að spila þetta leikkerfi. Hann talar mikið um ágæti Rodri (Rodrigo Mateo) og vill meina að hann sé ein besta sexan í Pepsi-deildinni. Af hverju spilar hann ekki sína stöðu? Hann getur spilað með tvo miðverði og Rodri þar fyrir framan ef hann spilar 4-3-3. Það er leikkerfi sem hentar KA hvað best," bætti Ingólfur Sigurðsson við.

„Það vantar breidd ofarlega á vellinum. Þetta er langt frá því að virka. Munu þeir hrökkva í gang? Ég veit það ekki. Þetta er það slappt. Þeirra leið til að fríska upp á þetta er held ég að breyta um leikkerfi,"

Næstu tveir leikir KA eru á heimavelli gegn Fjölni og Gróttu og þar þarf KA að ná í sigra.

„Ef ekki þá gæti sætið farið að hitna hjá Óla. Það er ekkert að þessum leikmannahópi hjá KA og þrátt fyrir sjokkið að missa Hallgrím (Jónasson) út þá eru engar afsakanir í þessu. Þeir verða að ná úrslitum," sagði Ingólfur.

Hér að neðan má hlusta á Innkstið.
Innkastið - KA í brekku og öftustu menn gefa mörk á silfurfati
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner