Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 10. ágúst 2015 22:04
Arnar Daði Arnarsson
Ármanni Smári: Maður er blóðheitur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ármann Smári Björnsson fyrirliði ÍA var allt annað en ánægður eftir 3-2 tap gegn FH á heimavelli í kvöld.

ÍA komst yfir í leiknum en staðan var jöfn 1-1 í hálfleik. Byrjun seinni hálfleiksins var martröð fyrir ÍA því FH skoruðu tvö mörk á stuttum tíma.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  3 FH

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn eins og vitleysingar. Við byrjuðum síðan að pressa þá undir lokin. Ég er því ósáttur með niðurstöðuna," sagði Ármann Smári.

„Ef við hefðum byrjað seinni hálfleikinn eins og menn þá hefði þetta getað farið öðruvísi. FH er með gott lið og þeir finna alstaðar glufur en við reyndum okkar besta."

Undir lokin fengu Skagamenn aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Árni Snær markvörður ÍA tók spyrnuna, eftir að Jón Vilhelm hafi gert sig kláran til að taka spyrnuna. Spyrnan var slök og Ármann Smári var allt annað en sáttur með þessa ákvörðun þjálfarateymisins.

„Spyrnan fór beint á Róbert. Þetta er stórhættulegur staður og við hefðum mátt gera betur í aukaspyrnunni."

„Þetta er ákvörðun sem er tekin innan liðsins og við stöndum og föllum með henni."

En er það ekki fíflagangur að láta markmanninn, taka spyrnuna á svona momenti?

„Neinei, við látum hann reyna á þetta. Hann hefur verið að skjóta á æfingum og við leyfðum honum því að prófa þetta."

En yfir hverju var Ármann Smári þá svona óánægður eftir leikinn?

„Ég var óánægður með að hafa tapað leiknum og fengið ekkert úr leiknum. Maður er í þessu til að reyna gera eitthvað. Og maður er blóðheitur," sagði Ármann Smári, en er þá rétt að labba að markmanninum sem gat lítið gert í mörkum FH og láta hann heyra það?

„Já, er það ekki alltaf þannig? Hann fékk sénsinn og það gekk ekki eftir. Hann tekur bara næstu spyrnu líka. Hann hlýtur að geta hitt boltann aðeins fastar á helvítis markið."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner