Ármann Smári Björnsson fyrirliði ÍA var allt annað en ánægður eftir 3-2 tap gegn FH á heimavelli í kvöld.
ÍA komst yfir í leiknum en staðan var jöfn 1-1 í hálfleik. Byrjun seinni hálfleiksins var martröð fyrir ÍA því FH skoruðu tvö mörk á stuttum tíma.
ÍA komst yfir í leiknum en staðan var jöfn 1-1 í hálfleik. Byrjun seinni hálfleiksins var martröð fyrir ÍA því FH skoruðu tvö mörk á stuttum tíma.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 3 FH
„Við byrjuðum seinni hálfleikinn eins og vitleysingar. Við byrjuðum síðan að pressa þá undir lokin. Ég er því ósáttur með niðurstöðuna," sagði Ármann Smári.
„Ef við hefðum byrjað seinni hálfleikinn eins og menn þá hefði þetta getað farið öðruvísi. FH er með gott lið og þeir finna alstaðar glufur en við reyndum okkar besta."
Undir lokin fengu Skagamenn aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Árni Snær markvörður ÍA tók spyrnuna, eftir að Jón Vilhelm hafi gert sig kláran til að taka spyrnuna. Spyrnan var slök og Ármann Smári var allt annað en sáttur með þessa ákvörðun þjálfarateymisins.
„Spyrnan fór beint á Róbert. Þetta er stórhættulegur staður og við hefðum mátt gera betur í aukaspyrnunni."
„Þetta er ákvörðun sem er tekin innan liðsins og við stöndum og föllum með henni."
En er það ekki fíflagangur að láta markmanninn, taka spyrnuna á svona momenti?
„Neinei, við látum hann reyna á þetta. Hann hefur verið að skjóta á æfingum og við leyfðum honum því að prófa þetta."
En yfir hverju var Ármann Smári þá svona óánægður eftir leikinn?
„Ég var óánægður með að hafa tapað leiknum og fengið ekkert úr leiknum. Maður er í þessu til að reyna gera eitthvað. Og maður er blóðheitur," sagði Ármann Smári, en er þá rétt að labba að markmanninum sem gat lítið gert í mörkum FH og láta hann heyra það?
„Já, er það ekki alltaf þannig? Hann fékk sénsinn og það gekk ekki eftir. Hann tekur bara næstu spyrnu líka. Hann hlýtur að geta hitt boltann aðeins fastar á helvítis markið."
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















