Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 10. ágúst 2015 21:46
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Jonathan Glenn: Þetta er frábært, ég elska þetta
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, sóknarmaður Breiðabliks var ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld.

Glenn skoraði eina mark leiksins en Guðjón Pétur Lýðsson átti þá skot í hann og þaðan fór boltinn í netið.

Hann segir vinnuframlagið hafa skilað þrem stigum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Vinnuframlagið, við vissum að þeir væru með stekt lið og þetta yrði barátta. Þeir settu okkur undir pressu frá fyrstu mínútu, við komumst í gegnum það, skoruðum og náðum að sigra."

Hann segir sigurinn hafa verið sanngjarnan.

„Já, klárlega, við lögðum okkur mikið fram. Ég gaf allt í þetta, vonandi get ég haldið áfram að skora."

Það var vægast sagt heppnisstimpill yfir markinu og Jonathan gat ekki annað en hlegið er hann var spurður út í það.

„Ég veit það ekki, réttur maður á réttum stað," sagði hann hlæjandi.

Hann segir möguleika liðsins góða á að enda í efstu tveim sætunum.

„Við eigum mikla möguleika, við verðum að taka stjórn þegar við getum tekið stjórn og vonandi að liðin fyrir ofan okkur misstigi sig."

Að lokum játaði Glenn ást sína á Breiðablik og lífinu sem leikmaður liðsins.

„Þetta er frábært, ég elska þetta. Hópurinn er frábær, stuðningsmennirnir frábærir og þjálfarateymið frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner