Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mán 10. ágúst 2015 21:46
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Jonathan Glenn: Þetta er frábært, ég elska þetta
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, sóknarmaður Breiðabliks var ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld.

Glenn skoraði eina mark leiksins en Guðjón Pétur Lýðsson átti þá skot í hann og þaðan fór boltinn í netið.

Hann segir vinnuframlagið hafa skilað þrem stigum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Vinnuframlagið, við vissum að þeir væru með stekt lið og þetta yrði barátta. Þeir settu okkur undir pressu frá fyrstu mínútu, við komumst í gegnum það, skoruðum og náðum að sigra."

Hann segir sigurinn hafa verið sanngjarnan.

„Já, klárlega, við lögðum okkur mikið fram. Ég gaf allt í þetta, vonandi get ég haldið áfram að skora."

Það var vægast sagt heppnisstimpill yfir markinu og Jonathan gat ekki annað en hlegið er hann var spurður út í það.

„Ég veit það ekki, réttur maður á réttum stað," sagði hann hlæjandi.

Hann segir möguleika liðsins góða á að enda í efstu tveim sætunum.

„Við eigum mikla möguleika, við verðum að taka stjórn þegar við getum tekið stjórn og vonandi að liðin fyrir ofan okkur misstigi sig."

Að lokum játaði Glenn ást sína á Breiðablik og lífinu sem leikmaður liðsins.

„Þetta er frábært, ég elska þetta. Hópurinn er frábær, stuðningsmennirnir frábærir og þjálfarateymið frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner