Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 10. ágúst 2015 21:46
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardalsvelli
Jonathan Glenn: Þetta er frábært, ég elska þetta
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Jonathan Glenn hefur farið vel af stað sem leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, sóknarmaður Breiðabliks var ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld.

Glenn skoraði eina mark leiksins en Guðjón Pétur Lýðsson átti þá skot í hann og þaðan fór boltinn í netið.

Hann segir vinnuframlagið hafa skilað þrem stigum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Vinnuframlagið, við vissum að þeir væru með stekt lið og þetta yrði barátta. Þeir settu okkur undir pressu frá fyrstu mínútu, við komumst í gegnum það, skoruðum og náðum að sigra."

Hann segir sigurinn hafa verið sanngjarnan.

„Já, klárlega, við lögðum okkur mikið fram. Ég gaf allt í þetta, vonandi get ég haldið áfram að skora."

Það var vægast sagt heppnisstimpill yfir markinu og Jonathan gat ekki annað en hlegið er hann var spurður út í það.

„Ég veit það ekki, réttur maður á réttum stað," sagði hann hlæjandi.

Hann segir möguleika liðsins góða á að enda í efstu tveim sætunum.

„Við eigum mikla möguleika, við verðum að taka stjórn þegar við getum tekið stjórn og vonandi að liðin fyrir ofan okkur misstigi sig."

Að lokum játaði Glenn ást sína á Breiðablik og lífinu sem leikmaður liðsins.

„Þetta er frábært, ég elska þetta. Hópurinn er frábær, stuðningsmennirnir frábærir og þjálfarateymið frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner