Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. ágúst 2019 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind jafnaði met Margrétar með fernu sinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fernu þegar Breiðablik rústaði Dragon 2014 frá Norður-Makedóníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Berglind gerði eitt í fyrri hálfleik og þrjú í seinni hálfleiknum í mjög svo þægilegum 11-0 sigri.

Reynsluboltinn Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu segir frá því að í leiknum í dag hafi Berglind jafnað 14 ára gamalt met Margrétar Láru Viðarsdóttur.

„Aðeins einu sinni áður hef­ur ís­lensk kona skorað fjög­ur mörk í leik í Meist­ara­deild­inni en það gerði Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir árið 2005. Hún skoraði þá fjög­ur marka Vals í 8:0 sigri gegn Alma frá Kasakst­an," skrifar Víðir.

Berglind varð einnig önnur íslenska konan sem skorar 10 mörk í Evrópukeppni, á eftir Margréti Láru sem er með 33 mörk.

Breiðablik jafnaði þá markamet íslensks liðs í Evrópukeppni með 11-0 sigrinum í dag. Stjarnan vann Isatov, einnig frá Norður-Makedóníu, árið 2017, einnig 11-0.

Það er útlit fyrir úrslitaleik á milli Blika og Saravejo um sæti í 32-liða úrslitum, en það kemur betur í ljós í dag hver staðan verður.

Breiðablik mætir Saravejo á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner