Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. ágúst 2019 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Tottenham og Aston Villa: Ndombele byrjar
Tanguy Ndombele.
Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst 16:30 og það verður athyglisverður slagur. Tottenham tekur á móti Aston Villa á glæsilegum heimavelli sínum í London.

Aston Villa eru nýliðar en þeir hafa bætt við sig mörgum leikmönnum í sumar. Villa-menn ætla sér að forðast fallbaráttuna.

Tottenham lenti í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þar tapaði Spurs gegn Liverpool.

Sex af byrjunarliðsmönnum Aston Villa í dag eru leikmenn sem voru keyptir í sumar: Heaton, Mings, Engels, Trezeguet, El Ghazi og Wesley.

Hjá Tottenham byrjar miðjumaðurinn Tanguy Ndombele sinn fyrsta leik í ensku úrvaldeildinni. Giovano Lo Celso og Ryan Sessegnon eru ekki með. Þá er Jan Vertonghen ekki með. Danny Rose byrjar í vinstri bakverði.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Rose, Alderweireld, Sanchez, Walker-Peters, Winks, Sissoko, Ndombele, Moura, Lamela, Kane.
(Varamenn: Gazzaniga, Wanyama, Nkoudou, Dier, Eriksen, Aurier, Skipp)

Byrjunarlið Aston Villa: Heaton, Taylor, Mings, Engels, El Mohamady, McGinn, Hourihane, Grealish, Trezeguet, El Ghazi, Wesley.
(Varamenn: Steer, Luiz, Lansbury, Ngoyo, Targett, Jota, Kodjia)
Athugasemdir
banner
banner