Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 10. ágúst 2019 12:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martial aftur í treyju númer 9
Martial var númer 9 þegar hann kom fyrst til Manchester United.
Martial var númer 9 þegar hann kom fyrst til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Anthony Martial er búinn að skipta um treyjunúmer hjá Manchester United fyrir komandi tímabil. Það er treyjunúmer sem hann þekkir vel.

Þar sem Romelu Lukaku er farinn til Inter var treyja númer 9 laus. Martial ákvað að stökkva á tækifærið að fá það númer aftur.

Martial fékk það númer þegar hann gekk fyrst í raðir Manchester United, en þegar Zlatan Ibrahimovic kom til United þá fór Martial úr 9 í 11, sem Ryan Giggs hafði lengi verið með á bakinu.

Martial hefur verið númer 11 síðustu leiktíðir, en Lukaku fékk treyju númer 9 eftir félagaskipti sín frá Everton.

Martial var sagður mjög fúll með það þegar hann missti treyju númer 9 á sínum tíma, en hann er kominn með það númer aftur.

Talið er að Martial verði í stóru hlutverki hjá Ole Gunnar Solskjær í vetur. Hann hefur mikið spilað á kantinum síðustu leiktíðir, en hann gæti meira spilað sem sóknarmaður á þessu tímabili.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner