Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 10. ágúst 2020 13:54
Elvar Geir Magnússon
Atletico gefur út að Vrsaljko og Correa séu með veiruna
Atletico Madrid hefur tilkynnt að Sime Vrsaljko og Angel Correa séu leikmennirnir sem hafa greinst með kórónaveiruna. Þeir eru báðir komnir í einangrun en eru ekki með einkenni.

Aðrir í leikmannahópi Atletico fóru í nýja skimun í morgun og reyndist niðurstaðan neikvæð hjá öllum.

Liðið æfir í kvöld, án Vrsaljko og Correa, en framundan er leikur í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Atletico Madrid mætir RB Leipzig á fimmtudagskvöld en Meistaradeildin verður kláruð í Lissabon í Portúgal.
Athugasemdir
banner