Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 10. ágúst 2023 22:30
Sverrir Örn Einarsson
Guðni um félagaskipti dagsins: Þurftum að gefa eitthvað á móti
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mikil stöðubarátta á vellinum og við áttum svosem alveg von á því og það kom okkur því ekkert á óvart. Leikurinn var á köflum ansi opinn og hálfgert ping-pong og mikil ákefð og heilt yfir skemmtilegur leikur.“ Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH um leikinn eftir 1-1 jafntefli Keflavíkur og FH í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 FH

FH tefldi fram nýjum markverði í kvöld en Aldís Guðlaugsdóttir sem verið hefur þeirra aðalmarkvörður glímir við höfuðmeiðsli og er óleikfær af þeim sökum. FH fékk Herdísi Höllu Guðbjartsdóttur að láni frá Breiðabllik en hún hefur leikið með liði Augnablik í sumar og er fædd árið 2007. Um hennar frumraun í markinu í efstu deild sagði Guðni.

„Nýr markvörður í markinu, ungur markvörður og ég er bara hrikalega ánægður með stelpuna. Hún er fædd 2007 og það þarf mikið hugrekki að hoppa upp í Bestu deildina og standa í rammanum. Fá á sig mark eftir tvær mínútur eftir hörkuskot þannig að það var mikið lagt á hana. Mér fannst hún koma ótrúlega vel út úr þessu, vinna sig vel inn í leikinn og eiga frábæra markvörslu í seinni hálfleik. Ég er því mjög stoltur af þessari stelpu og hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.“

Koma Herdísar Höllu eru ekki einu fréttirnar af leikmannamálum FH en fyrr í dag var tilkynnt að Valgerður Ósk Valsdóttir væri gengin til liðs við Breiðablik á láni frá FH en Valgerður hefur verið lykilmaður í liði FH í sumar. Um ástæðurnar sagði Guðni.

„Vegna þess að það þarf einver að standa í marki hjá FH og við urðum að gera þetta, það var ekkert annað í stöðunni. Við þurftum að gefa eitthvað á móti. “

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner