Senegalski varnarmaðurinn Mikayil Faye, tvítugur miðvörður Barcelona, er eftirsóttur eftir aðeins eins árs veru hjá spænska liðinu.
Franska liðið Rennes hefur gert tilboð í leikmanninn að sögn Fabrizio Romano. Það hljóðar upp á 10 milljónir evra og Barcelona fær 20-25% af næstu sölu.
Þá vill Barcelona hafa forkaupsrétt á honum í framtíðinni.
Mörg önnur lið berjast um hann en hann spilaði 35 leiki með varaliði Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá króatíska liðinu NK Kustošija síðasta sumar.
More clubs interested, race open.
Athugasemdir