Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 10. ágúst 2024 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Líður vel í Kópavoginum - „Ég ákvað að stíga út úr því"
Kvenaboltinn
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjuð. Mér líður vel í Kópavoginum. Þetta er rétt skref fyrir mig og ég er mjög ánægð," sagði Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristín Dís lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021 er liðið vann 4-2 sigur gegn Þór/KA í dag. „Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur fyrir stúkuna. Ég er mjög sátt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Kristín er 24 ára gömul og spilar sem miðvörður. Hún er uppalin í Breiðabliki en hefur síðustu ár leikið í Danmörku með Bröndby. Hún ákvað núna að koma heim og skrifaði undir samning út tímabilið.

„Ég var aðeins að bíða í glugganum. Þetta endaði í smá veseni með Bröndby og ég ákvað að stíga út úr því. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Svo kom þetta upp og það eru spennandi hlutir að gerast hér. Við erum að fara í bikarúrslitaleik, getum unnið deildina og erum að fara í Meistaradeildina. Þetta er gott skref fyrir mig."

Hvernig vesen hjá Bröndby?

„Bara við náðum ekki samkomulagi um samning," segir Kristín Dís.

„Það var ekkert sem mér fannst spennandi eða rétt fyrir mig (sem kom upp erlendis). Ég vil spila og fá sjálfstraust. Það er stórt ár framundan og ég er mjög spennt."

Hún segist ætla að taka stöðuna bara eftir tímabilið en það eru möguleikar á því að gera góða hluti í Kópavoginum.

„Ég ætla ekki að koma hingað til að vinna ekki titla. Við stefnum á tvennuna," sagði Kristín að lokum en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner