Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
   lau 10. ágúst 2024 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Líður vel í Kópavoginum - „Ég ákvað að stíga út úr því"
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjuð. Mér líður vel í Kópavoginum. Þetta er rétt skref fyrir mig og ég er mjög ánægð," sagði Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristín Dís lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021 er liðið vann 4-2 sigur gegn Þór/KA í dag. „Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur fyrir stúkuna. Ég er mjög sátt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Kristín er 24 ára gömul og spilar sem miðvörður. Hún er uppalin í Breiðabliki en hefur síðustu ár leikið í Danmörku með Bröndby. Hún ákvað núna að koma heim og skrifaði undir samning út tímabilið.

„Ég var aðeins að bíða í glugganum. Þetta endaði í smá veseni með Bröndby og ég ákvað að stíga út úr því. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Svo kom þetta upp og það eru spennandi hlutir að gerast hér. Við erum að fara í bikarúrslitaleik, getum unnið deildina og erum að fara í Meistaradeildina. Þetta er gott skref fyrir mig."

Hvernig vesen hjá Bröndby?

„Bara við náðum ekki samkomulagi um samning," segir Kristín Dís.

„Það var ekkert sem mér fannst spennandi eða rétt fyrir mig (sem kom upp erlendis). Ég vil spila og fá sjálfstraust. Það er stórt ár framundan og ég er mjög spennt."

Hún segist ætla að taka stöðuna bara eftir tímabilið en það eru möguleikar á því að gera góða hluti í Kópavoginum.

„Ég ætla ekki að koma hingað til að vinna ekki titla. Við stefnum á tvennuna," sagði Kristín að lokum en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner