Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 10. september 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Rússneskur dómari á morgun - Dæmdi hjá Íslandi á EM
Icelandair
Karasev dæmdi leik Íslands og Ungverjalands á EM.
Karasev dæmdi leik Íslands og Ungverjalands á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sergei Karasev, frá Rússlandi, dæmir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli annað kvöld.

Sergei var dómari þegar Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli á EM í Frakklandi. Ísland fékk meðal annars vítaspyrnu í leiknum sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr.

Á ferli sínum hefur Sergei dæmt nokkra stórleiki, meðal annars leik Barcelona og Arsenal í Meistaradeildinni árið 2016.

Aðaláhugamál Sergei eru þungarokkstónleikar en Slayer er uppáhalds hljómsveit hans.

Igor Demeshko og Aleksey Lunov verða aðstoðardómarar í leiknum á Laugardalsvelli á morgun.

Sergey Ivanov og Vladimir Koskalov verða aukaaðstoðardómarar, sprotadómarar, og fjórði dómari er Aleksey Vorontsov.
Athugasemdir
banner
banner