Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. október 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM í dag - Holland fær N-Írland í heimsókn í toppslag
Eran Zahavi leikmaður Ísrael er markahæstur í undankeppninni með níu mörk.
Eran Zahavi leikmaður Ísrael er markahæstur í undankeppninni með níu mörk.
Mynd: Getty Images
Tíu leikir fara í kvöld fram í fjórum riðlum í undankeppni fyrir EM2020. Leikið er í C-,E-,G- og I-riðli.

Leikir Hollands og Norður Írlands og Króatíu og Ungverjalands verða í beinni útsendingu á rásum Stöð 2 Sport.

Norður-Írland er með 12 stig eftir fimm leiki en liðið byrjaði á fjórum leikjum gegn liðunum í neðstu styrkleikaflokkunum. Holland á leik til góða en getur í kvöld jafnað Þýskaland og N-Írland að stigum á toppnum í C-riðli.

Króatía og Ungverjaland mætast í toppslag í Split. Wales þarf að sigra Slóvakíu til að koma sér í toppbaráttuna í riðli E.

Í riðli G er Pólland í góðri stöðu en fjögur lið berjast um annað sætið.

Í I-riðli eru Belgar og Rússar í frábærri stöðu og mesta spennan hvaða lið endar í þriðja sæti.

Riðill-C
16:00 Hvíta Rússland - Eistland
18:45 Holland - Norður Írland (Stöð2Sport2)

Riðill-E
18:45 Króatía - Ungverjaland (Stöð2Sport3)
18:45 Slóvakía - Wales

Riðill-G
18:45 Lettland - Pólland
18:45 Norður Makedónía - Slóvenía
18:45 Austurríki - Ísrael

Riðill-I
14:00 Kasakstan - Kýpur
18:45 Belgía - San Marino
18:45 Rússland - Skotland

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner