Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. desember 2018 15:16
Elvar Geir Magnússon
Gummi Ben: Stutt í að Liverpool fari að vinna stóra titla aftur
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Guðmundur Benediktsson kom í útvarpsþættinn Fótbolti.net á X977 um helgina og ræddi um stóru fótboltamálin.

Liverpool kom í umræðuna en Gummi telur að liðið nái ekki að hampa enska meistaratitlinum á þessu tímabili, þó stutt sé í að liðið fari að lyfta stórum bikurum á nýjan leik.

Hverjir eru möguleikar Liverpool á að enda á toppnum?

„Þeir eru litlir en samt miklu meiri en átján annarra liða! Ég er sannfærður um að Manchester City verði meistari. Liverpool mun mjög sannfærandi lenda í öðru sæti," sagði Gummi Ben.

„Þetta er líklega besta Liverpool lið sem ég hef séð síðan ég ákvað að halda með United og Liverpool voru langbestir í heiminum. Þeir eru óheppnir með það að þetta Manchester City lið er geggjað. Ég sé ekki að hægt sé að enda fyrir ofan þá."

„Það er stutt í að Liverpool fari að vinna stóra titla aftur. Menn geta sagt hvað sem er um Jurgen Klopp en hann nær að búa til stemningu þar sem hann er. Hann fær fólkið og leikmennina með sér. Það er gaman að spila í liðunum hans, maður sér það á leikmönnunum."

Þá spáir Gummi Ben því að Liverpool klári Napoli á morgun og komist áfram í Meistaradeildinni. Hann hefur sjálfur upplifað það að vera á Anfield á stórleik í Evrópukeppni.

„Ég hef hvorki fyrr né síðar verið með svona gæsahúð frá því að ég settist og þar til þetta var búið. Þetta er lygilegt. Þegar kemur að svona leikjum, úrslitaleikjum á heimavelli, þá ná allir að vera saman í þessu. Ég held að Liverpool fari í gegnum þetta," sagði Guðmundur Benediktsson.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á Gumma Ben og stóru fótboltamálin
Athugasemdir
banner
banner