Carlo Ancelotti segist ekki ætla að segja af sér sem þjálfari Napoli þrátt fyrir herfilegt gengi í ítölsku deildinni.
Ancelotti stýrði Napoli til 4-0 sigurs gegn Genk fyrr í kvöld og er hávær orðrómur uppi um að hann verði rekinn í kvöld eða á morgun.
„Ég hef aldrei sagt upp starfi á þjálfaraferlinum og ætla ekki að byrja á því núna. Ég vona að ég verði á hliðarlínunni gegn Parma næstu helgi," sagði hann að leikslokum.
„Ég mun funda með forsetanum á morgun og þá verður tekin ákvörðun."
Gennaro Gattuso er líklegastur til að taka við af Ancelotti. Gattuso spilaði undir stjórn Ancelotti í tæp átta ár hjá AC Milan.
Athugasemdir