Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 10. desember 2019 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Búið að reka Ancelotti (Staðfest)
Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, er búinn að reka Carlo Ancelotti úr stöðu sinni sem aðalþjálfari félagsins.

Ancelotti stýrði Napoli upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld þegar hans menn lögðu belgíska félagið Genk að velli með öruggum 4-0 sigri.

Eftir leikinn sagðist Ancelotti ekki ætla að segja af sér og að hann byggist við samræðum við De Laurentiis á morgun. Sú er ekki raunin og er búið að reka hann eftir eitt og hálft ár í starfi.

Fjölmiðlar á Ítalíu eru sammála um að Gennaro Gattuso verði kynntur sem nýr stjóri á næstunni.

Everton og Arsenal eru bæði talin hafa áhuga á að ráða Ancelotti til sín eftir brottrekstra Marco Silva og Unai Emery.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner