Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   sun 10. desember 2023 15:58
Aksentije Milisic
England: Man City aftur á sigurbraut - Everton skellti Chelsea
Grealish tryggði sigurinn.
Grealish tryggði sigurinn.
Mynd: EPA

Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni og voru Manchester City, Everton og Fulham öll á sigurbraut.


Englandsmeistararnir lentu í kröppum dansi með nýliðana í Luton en Elijah Adebayo stangaði Luton í forystu undir lok fyrri hálfleiksins. 

Gestirnir komu til baka í síðari hálfleiknum og skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla. Það gerðu þeir Bernardo Silva með góðu skoti í fjærhornið og svo Jack Grealish eftir undirbúning frá Julian Alvarez.

1-2 sigur City staðreynd en liðið hafði ekki unnið í fjórum deildarleikjum í röð. Everton tók þá á móti Chelsea og vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur. Everton hefur verið á frábæru róli upp á síðkastið en ekki er hægt að segja sömu sögu um Chelsea.

Þá skoraði Fulham fimm mörk og hreinlega niðurlægði David Moyes og lærisveina hans í West Ham. Frábær sigur hjá Fulham og svo virðist sem að Raul Jimenez sé kominn í gang í markaskoruninni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Fulham vinnur 5-0.

Luton 1 - 2 Manchester City
1-0 Elijah Adebayo ('45 )
1-1 Bernardo Silva ('62 )
1-2 Jack Grealish ('65 )

Everton 1 - 0 Chelsea
1-0 Abdoulaye Doucoure ('54 )
2-0 Lewis Dobbin ('90)

Fulham 5 - 0 West Ham
1-0 Raul Jimenez ('22 )
2-0 Willian ('31 )
3-0 Tosin Adarabioyo ('41 )
4-0 Harry Wilson ('60 )
5-0 Vinicius ('89)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner