banner
   mið 11. janúar 2023 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joao Felix í Chelsea (Staðfest)
Mættur í blátt.
Mættur í blátt.
Mynd: Chelsea
Portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Felix er mættur til Chelsea á láni frá Atletico Madrid út leiktíðina.

Enska félagið mun borga 11 milljónir evra til þess að fá hann á láni, og mun Chelsea þar að auki borga laun hans að fullu.

„Chelsea er eitt besta félag í heimi og ég vonast til að hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum," segir Felix og bætir við: „Ég er mjög spenntur að spila á Stamford Bridge."

Áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea þá gerði hann nýjan samning við Atletico til 2027 en það ýtir undir það að Diego Simeone sé að hætta sem þjálfari liðsins. Felix og Simeone hafa ekki náð vel saman síðan Portúgalinn kom frá Benfica fyrir 126 milljónir evra sumarið 2019.

Chelsea heimsækir Fulham á morgun og verður fróðlegt að sjá hvort hann spili í þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner