Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. mars 2020 13:47
Magnús Már Einarsson
Sex landsliðsmenn Serbíu fastir á Ítalíu
Sergej Milinkovic-Savic.
Sergej Milinkovic-Savic.
Mynd: Getty Images
Sex leikmenn serbneska landsliðsins eru fastir á Ítalíu og óvíst er hvort þeir nái að spila leikinn gegn Noregi í umspili um sæti á EM þann 26. mars næstkomandi.

Leikmennirnir eru: Aleksandar Kolarov (Roma), Nikola Maksimovic (Napoli), Nikola Milenkovic (Fiorentina), Filip Duricic (Sassuolo), Sergej Milinkovic-Savic (Lazio) og Sasa Lukic (Torino).

Leikmennirnir fá ekki að fara frá Ítalíu vegna kórónuveirunnar og óvíst er með framhaldið.

„Það er ekki sanngjart að við spilum þennan leik án leikmanna okkar frá Ítalíu. Þetta er meira en helmingurinn af liðinu," sagði Ljubisa Tumbakovic, þjálfari Serba.

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, er í sömu sporum en hann er einnig fastur á Ítalíu. 15 dagar eru í að Ísland og Rúmenía mætist í umspili um sæti á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner