Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 11. apríl 2019 12:15
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Skíthræddur um að Liverpool vinni deildina
Eiður Smári í leik með Chelsea gegn Liverpool árið 2005.
Eiður Smári í leik með Chelsea gegn Liverpool árið 2005.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen segir að hann muni verða fyrsti maðurinn sem óskar Liverpool til hamingju ef liðið vinnur langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool og Manchester City eru í æsispennandi einvígi um enska meistaratitilinn en Liverpool varð síðast enskur meistari.

Fótbolti.net fékk Eið Smára til að spá í lokasprettinn.

„Ég er skíthræddur um að Liverpool vinni deildina! Ég er hvorki Liverpool né City aðdáandi en get sagt það að ég ber virðingu fyrir báðum félögum," segir Eiður.

„Ef Liverpool vinnur þetta á endanum er það því þeir áttu það skilið. Þessi tvö lið hafa spilað besta boltann í betur, skorað flest mörk. Á endanum vinnur besta liðið og ef það verður Liverpool þá verð ég fyrstur til að óska þeim til hamingju þó það sé eitthvað í mér sem vonar að þeir vinni ekki."

„Liðin tvö sem eru að berjast um þetta hafa verið yfirburðarbest í vetur. Ég geri mér vonir um að næsta vetur verði það 4-5 lið í baráttunni sem muni gera ensku deildina enn meira spennandi. Ég býst við því að lið eins og Chelsea og Manchester United, jafnvel Arsenal, verði í baráttunni um að vinna deildina," segir Eiður.

Í morgun var opinberað að Eiður verður í teymi Símans á næsta tímabili en enski boltinn færist þangað. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að neðan:
Eiður Smári: Lífið komið núna í röð og reglu
Athugasemdir
banner
banner