Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   fim 11. apríl 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wrexham getur farið upp um deild annað árið í röð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hollywood félagið Wrexham A.F.C., sem er í eigu leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, er við það að tryggja sig upp um deild annað árið í röð.

Wrexham er þriðja elsta fótboltafélag heims en það er afar langt síðan þetta velska félag var samkeppnishæft meðal betri liða enska deildakerfisins.

Reynolds og McElhenney vilja breyta því og eru á góðri leið með að koma liðinu upp í þriðju efstu deild enska boltans, League One.

Wrexham vann fimmtu efstu deild enska deildakerfisins í fyrra, National League, til að tryggja sér sæti í næstu deild fyrir ofan, League Two. Núna er Wrexham í toppbaráttu League Two og getur tryggt sér sæti í næstu deild fyrir ofan með sigri í næstu umferð, auk hagstæðra úrslita í öðrum leikjum. Þar mætir Wrexham botnliði Forest Green.

„Það væri magnað afrek, þetta er ekki eitthvað sem mörgum félögum hefur tekist að gera," sagði Steve Parkin, aðstoðarþjálfari Wrexham, þegar hann var spurður út í möguleikann á að fara tvisvar í röð upp um deild í enska deildakerfinu.

Wrexham yrði aðeins ellefta félagið sem afrekar að fara úr fimmtu efstu deild og upp í þriðju efstu deild enska pýramídans á tveimur árum, en síðasta félagið til að takast þetta var Tranmere Rovers fyrir fimm árum.
Stöðutaflan England England 2. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Walsall 17 10 2 5 25 17 +8 32
2 Swindon Town 17 9 4 4 29 23 +6 31
3 Bromley 17 8 6 3 27 19 +8 30
4 MK Dons 17 8 5 4 33 19 +14 29
5 Notts County 17 8 4 5 29 20 +9 28
6 Chesterfield 17 7 7 3 31 27 +4 28
7 Gillingham 17 7 6 4 23 17 +6 27
8 Crewe 17 8 3 6 26 22 +4 27
9 Grimsby 17 7 5 5 31 23 +8 26
10 Cambridge United 17 7 5 5 18 15 +3 26
11 Fleetwood Town 17 7 5 5 26 24 +2 26
12 Salford City 17 8 2 7 20 22 -2 26
13 Colchester 17 6 6 5 26 21 +5 24
14 Barnet 17 6 6 5 21 18 +3 24
15 Oldham Athletic 17 5 8 4 16 12 +4 23
16 Tranmere Rovers 17 4 8 5 28 26 +2 20
17 Barrow 17 5 4 8 16 21 -5 19
18 Accrington Stanley 17 4 6 7 20 22 -2 18
19 Crawley Town 17 4 5 8 19 26 -7 17
20 Bristol R. 17 5 2 10 15 30 -15 17
21 Cheltenham Town 17 5 2 10 14 30 -16 17
22 Shrewsbury 17 4 4 9 15 28 -13 16
23 Harrogate Town 17 4 3 10 16 27 -11 15
24 Newport 17 3 2 12 16 31 -15 11
Athugasemdir
banner