Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli fékk kaldar kveðjur á Hrauninu - „Það var kominn tími til að þú kæmir hingað helvítis hálfvitinn þinn"
Mynd: Fótbolti.net
Logi Ólafsson (2008)
Logi Ólafsson (2008)
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Logi Ólafsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í Draumaliðinu í dag. Logi velur þar ellefu bestu leikmennina sem hann þjálfaði á sínum ferli.

Logi fer um víðan völl í spjallinu, sem má hlusta á neðst í fréttinni, en við stígum fætinum niður þar sem hann ræðir um heimsókn KF Nörd á Litla Hraun.

Logi Ólafsson tók við Nördunum eftir að hann þjálfaði A-landslið karla. Nördarnir mættu m.a. Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli og sænsku Nördana.

Jói Skúli rifjar upp þegar Nördarnir fóru á Litla-Hraun og spiluðu við fangana þar. „Þeir voru 'up for it' fangarnir, þeir ætluðu ekki að láta ykkur komast upp með neitt múður og það var 7-0 eftir þrjár mínútur," sagði Jói.

„Menn fóru í raðir eins og er gert i fótboltanum en ég var búinn að tala við fangana að þeir myndu kreista á þeim (Nördunum) lúkurnar og horfa illu auga á þá, mínir menn urðu svolítið hræddir," sagði Logi.

„Ég var með aðstoðarmann með mér, Ólaf Þórðarson, ég taldi það vera nokkuð öruggt að hafa slíkan mann með mér. Óli var að vinna og komst ekki um leið og við á Hraunið og því kom hann aðeins seinna þegar við vorum að hita upp."

„Þá voru aðrir fangar sem ekki voru að spila sestir í brekkuna til að horfa þegar Ólafur Þórðarson labbar yfir völlinn og einn fanginn kallar: 'Það var kominn tími til að þú kæmir hingað helvítis hálfvitinn þinn'."

„Þegar leikurinn er búinn og ég þakka föngunum fyrir leikinn. Ég á ennþá handskrifað blað þar sem ég er boðinn hjartanlega velkominn á hraunið og undir þetta ritar Lalli Johns."

„Ég ræddi töluvert við hann en svo í kjölfarið segi ég við fangana að það sé eitt sem veki ugg hjá mér. Ég segi við þá að mér finnst ég vera búinn að kenna eða þjálfa ansi marga í þessum hópi. Föngunum fannst það fyndið."

„Svo 2008 þegar við erum í bikarúrslitaleiknum (Logi þjálfaði KR sem sigraði Fjölni) þá stendur einn maður neðst í stúkunni meðan við erum að hita upp, með brennivínsflösku, og kallar á mig: 'Logi, þakka þér fyrir síðast' það var Lalli Johns,"
sagði Logi.


Athugasemdir
banner
banner