Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. maí 2020 21:00
Aksentije Milisic
Rose ósáttur með áætlun úrvalsdeildarinnar - „Líf fólks er í hættu"
Mynd: Getty Images
Danny Rose, leikmaður Newcastle, er langt því frá að vera sáttur með plön ensku úrvalsdeildarinnar um að fara aftur af stað með tímabilið.

Endurkomuáætlun deildarinnar, 'Project Restart', var til umræðu á fundi félaganna í dag en Rose segir það vera algjört grín að þessi áætlun sé í gangi.

Rose segir að knattspyrna ætti að vera neðst í forgangsröð ríkisstjórnarinnar um að koma samfélaginu aftur af stað hægt og rólega.

„Þetta er algjört grín, ég ætla ekki að ljúga," sagði Rose á Instagram.

„Ríkisstjórnin segir að fótboltinn eigi að byrja aftur til þess að bæta anda þjóðarinnar, mér er alveg sama um anda þjóðarinnar. Líf fólks er í hættu. Það ætti ekki einu sinni að ræða möguleikann að byrja með fótboltann aftur þangað til tala sýktra er komin langt niður."

Í dag var ræddur möguleikinn að stytta tímabilið í ensku úrvalsdeildinni en það er enn mikil óvissa varðandi framhaldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner