Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. maí 2020 19:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjóðadeildinni verður ekki aflýst - Þrír leikir í hverju hléi?
Mynd: Getty Images
UEFA er enn með Þjóðadeildina í áætlunum sínum og ekkert bendir til þess að henni verði aflýst þrátt fyrir að óvíst sé hvenær hægt verði að hefja keppnina.

Fundað var í dag og rætt var um þann möguleika að leika þrjá landsleiki í stað tveggja í hverjum landsleikjaglugga. Auknar líkur eru á því að það gerist eftir fund dagsins.

Rætt var um úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem átti að fara fram næsta sumar. EM2020 verður haldið næsta sumar og því er möguleiki að Þjóðadeildin fari fram haustið 2021 og úrslitakeppnin sumarið 2022 en það er sumar er laust fyrir leiki þar sem HM fer fram í Katar seint á árinu.

Þá er enn óvitað hvenær hægt verður að klára umspilið fyrir EM2020. Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins og er í riðli með Danmörku, Belgíu og Englandi í Þjóðadeildin.

UEFA ræddi að lokum um U21 en engin ákvörðun var tekin en vænta má frétta þann 27. maí, á sama tíma og framtíð Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar verður tekin fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner