Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 11. júní 2019 16:18
Elvar Geir Magnússon
Þjófar létu greipar sópa við minningarreit Edinburgh
Um liðna helgi lést knattspyrnustjóri enska félagsins Leyton Orient, aðeins 49 ára gamall. Justin Edinburgh hét hann en hann fékk hjartaáfall og lést svo á sjúkrahúsi.

Undir stjórn Edinburgh hafði Leyton Orient nýverið tryggt sér upp í ensku D-deildina.

Sem leikmaður lék Edinburgh fyrir Tottenham í tíu ár. Hann vann FA bikarinn og deildabikarinn með Tottenham og lék einnig fyrir Portsmouth í kringum aldamótin.

Mikil reiði er á samfélagsmiðlum eftir að Leyton Orient tilkynnti að færa þyrfti minningarreit sem var settur upp fyrir utan leikvanginn.

Þjófar höfðu látið greipar sópa á reitnum en þar höfðu margir stuðningsmenn skilið eftir blóm og minjagripi til minningar um Edinburg.

Reiðin á samfélagsmiðlum beinist að þessum óprúttnu aðilum en minningarreiturinn er nú kominn inn á leikvanginn og þangað eru stuðningsmenn að sjálfsögðu velkomnir en reiturinn er undir eftirliti.

Embed from Getty Images
Athugasemdir