Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fim 11. júlí 2024 22:57
Sölvi Haraldsson
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við koma út mjög tilbúnir í þetta. Síðan fannst mér við hleypa þeim inn í leikinn og þeir tóku stjórnina. Við ræddum það svo í hálfleik að við þyrftum að taka frumkvæðið strax. Við byrjuðum hins vegar á afturfótunum þangað til við skoruðum. Síðan var þetta bara að halda út, 1-0.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, eftir 1-0 sigur á KR í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

KR hentu öllu fram undir lok leiks til þess að reyna að bjarga stigi.

Þetta er kannski bara eðlilegt. Þeir reyndu að sækja sigurinn en við að verja hann. Síðan misstu menn hausinn á lokamínútunum en sem betur fer náðum við að halda þetta út án skakkafalla og án þess að fá á okkur færi hér í lokin.

Það sauð allt upp úr undir lok leiks þegar Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, fengu báðir gult spjald. Þá fékk Pálmi Rafn, þjálfari KR einnig gult spjald fyrir mótmæli. Ólafur var afar rólegur þegar allt þetta átti sér stað.

Nei ég sá þetta ekki, ég stend bara í markinu. Ég er ekkert að skipta mér að þessu.

Ólafur er mjög sáttur með daginn í dag og að ná að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Hann gerði gífurlega vel í lokin að kýla boltann frá þegar allir leikmenn vallarins voru inni í vítateig Fram, svo greip hann seinustu spyrnu leiksins.

Ég er í marki til að reyna að gera þetta, að hjálpa liðinu. Ég náði að gera það í dag sem er mjög jákvætt.“

Hlynur Atli Magnússon lagði skóna á hilluna í aðdraganda leiksins en Ólafur fékk þann heiður að spila með honum í Fram.

Fyrst og fremst toppmaður, hann er mikill vinur minn. Það verður söknuður af honum í klefanum. Þetta er mikill karakter og leiðtogi, við munum allir sakna hans. En hann hefur fundið þetta að það var kominn tími, þá verður bara að virða það.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, að lokum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner