Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. ágúst 2019 11:46
Brynjar Ingi Erluson
Rússnesku fangarnir skoruðu og lögðu upp í vináttuleik
Aleksandr Kokorin og Pavel Mamaev í leik með rússneska landsliðinu
Aleksandr Kokorin og Pavel Mamaev í leik með rússneska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Aleksandr Kokorin og Pavel Mamaev, fyrrum leikmenn rússneska landsliðsins, sitja nú í fangelsi en þeir félagarnir voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi í maí vegna líkamsárásár í Moskvu í október.

Kokorin er á mála hjá Zenit á meðan Mamaev var á mála hjá Krasnodar en félagið ákvað hins vegar að rifta samningnum við hann á meðan Zenit hefur staðið við bakið á Kokorin.

Báðir voru afar mikilvægir í rússneska landsliðinu fyrir líkamsárásina en með góðri hegðun sleppa þeir út í desember og ættu því að ná síðari hlutanum í rússnesku deildinni.

Þrátt fyrir dóminn eru þeir brattir. Þeir spiluðu vináttuleik sem var samansett nokkrum öðrum föngum gegn Salyut-Belgorad í rússnesku C-deildinni.

Fagnarnir unnu 4-2 og skoraði Mamaev þrennu á meðan Kokorin lagði upp nokkur. Kirill, bróðir Kokorin, spilaði einnig með föngunum en hann er einnig að taka út dóm.

„Ég er tilbúinn að klára ferilinn með Zenit og meira að segja til í að spila frítt því félagið hefur komið mjög vel fram við mig. Sergei Semak, þjálfari Zenit, hefur verið í bandi við fjölskyldu mína og hann er í raun ótrúleg manneskja. Mér fannst Krasnodar vera afar ósanngjarnt í garð Mamaev en það er bara mín skoðun," sagði Kokorin eftir leikinn.

„Við höfum beðið eftir því að komast út í langan tíma. Við eigum ekki mikið eftir og allt verður í lagi. Ég álása ekki Krasnodar heldur skil ég félagið mjög vel. Ég væri bara til í að hitta leikmennina, Sergey Galtisky, þjálfarann og núna er ég stuðningsmaður liðsins. Ég hef ekki hugsað út í það hvað ég ætla að gera þegar ég losna. Fyrst vil ég komast úr fangelsinu og reyna lifa lífinu," sagði Mamaev.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af þeim í leiknum.


Athugasemdir
banner