Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. ágúst 2019 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Lið Alfreðs tapaði gegn D-deildarliði
Alfreð lék ekki með í leiknum.
Alfreð lék ekki með í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikið í 1. umferð þýska bikarsins um helgina og hefur verið nokkuð um óvænt úrslit.

Lið Alfreðs Finnbogasonar, Augsburg sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni, tapaði óvænt gegn Verl á útivelli. Verl leikur í D-deild og því komu þessi úrslit mjög á óvart, en leikurinn endaði 2-1.

Alfreð lék ekki með, en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður þegar rúmar 20 mínútur voru eftir er Darmstadt vann 6-1 útisigur Oberneuland. Darmstad er í B-deild, en Oberneuland er í fimmtu efstu deild.

Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn þegar Sandhausen úr B-deild tapaði 0-1 á heimavelli gegn úrvalsdeildarliði Borussia Mönchengladbach. Marcus Thuram, sonur Lilian Thuram, skoraði eina mark leiksins.

Þá vann Kaiserslautern 2-0 sigur á Mainz. Flottur sigur hjá Kaiserslautern sem leikur í C-deild, en Mainz er í úrvalsdeild. Andri Rúnar Bjarnason gekk í raðir Kaiserslautern í sumar, en hann lék ekki með í þessum leik.

Andri Rúnar birti samt þetta myndband sem er hér að neðan á Twitter. Skemmtilegt!


Athugasemdir
banner
banner