Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 11. ágúst 2021 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Trúin hjá mönnum var virkilega flott í dag
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„ÍR, hérna heima væri flott," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, þegar hann var spurður út í drauma andstæðing í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en Skagamenn unnu góðan 1-0 sigur á FH á Norðuráls-vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 FH

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins á 6. mínútu eftir að Sindri Snær Magnússon vann boltann og sendi Ísak í gegn.

Heimamenn fengu fín færi í leiknum og gátu komist í 2-0 en undir lokin var Árni Marinó Einarsson í essinu sínu og varði tvö stór færi frá FH-ingum.

Jóhannes Karl var himinlifandi með frammistöðuna í kvöld.

„Algjörlega. Strákarnir lögðu ansi mikið á sig og voru klárir í alvöru baráttu. FH stillti upp þungavigtarliði með öflugu miðju en ég var rosalega ánægður með andann í liðinu og viljann til að berjast og kljást við þá," sagði hann við Fótbolta.net.

„Við sköpuðum okkur ágætis færi og komumst í ágætis stöðu til að skora fleira en eitt mark. Af því við börðumst vel og lögðum þetta mikið á okkur og það dugði í dag, það skipti öllu máli og við erum komnir áfram í bikarnum."

„Það er þessi gamla góða klisja að mörk breyta leikjum. Það var frábært að koma í forystuna snemma og við hefðum jafnvel getað komist í 2-0 en þetta var frábærlega gert. Ísak er grimmur og gerir vel að koma sér í þessa stöðu og Sindri gerir vel að vinna boltann."

„Ég var ánægður með hversu öflugir okkar leikmenn voru gegn FH-ingum sem eru virkilega vel mannaðir."


Leikmenn liðsins eru samanþjappaðir og hafa sýnt mikinn baráttuvilja á vellinum og er það að skila sér.

„Við erum farnir að vera duglegri og betri í hvetja hvorn annan til dáða á vellinum. Hvort sem það er með eða án bolta og trúin hjá mönnum var virkilega flott í dag."

Jónatan Ingi Jónsson var rekinn af velli þegar um það bil hálftími var eftir af leiknum. Jóhannes segir að dómurinn hafi verið réttur.

„Mér fannst hann kýla eða gefa olnbogaskot í átt að mínum leikmanni. Mér sýndist hann slá hann og ég held að dómarinn og aðstoðardómarinn hafi séð það og þetta er beint rautt spjald," sagði hann ennfremur. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner