Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
   mið 11. ágúst 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Getum þakkað Árna Marinó fyrir
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var kátur eftir 1-0 sigur liðsins á FH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 FH

Ísak Snær Þorvaldsson gerði sigurmark Skagamanna í upphafi leiks en FH-ingar léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Jónatan Ingi Jónsson lét reka sig af velli.

„Þetta var mjög sætt. Það lá vel á okkur undir restina þó svo við höfum verið einum fleiri en getum þakkað Árna Marinó fyrir að hafa verið okkur innan handar síðustu tíu og hann stóð sig frábærlega. Hann sigldi þessu heim fyrir okkur," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

Árni Marinó er fæddur árið 2002 og hefur spilað í marki Skagamanna í fjarveru Árna Snæs Ólafssonar og gert það með eindæmum vel. Hann var bjargvættur liðsins í kvöld og átti stórkostlegar markvörslur í leiknum og þá sérstaklega undir lokin þar sem hann varði nokkur góð færi.

„Árni er búinn að vera geggjaður allt tímabilið. Hann er ungur og það er ótrúlegt að sjá hvað hann er að standa sig vel miðað hversu fá tækifæri hann hefur fengið. Hann hefur staðið sig þvílíkt vel og eitt mesta efnið á Skaganum."

ÍA vann annan leik sinn í röð en liðið lagði HK á dögunum í Pepsi Max-deildinni. Það nærir Skagamenn.

„Það gerir það og menn nærast líka á sigrum. Menn eru aðeins léttari í skapinu þegar menn vinna fótboltaleiki. Þetta gefur okkur boost og við þurfum að halda að gera áfram þessa skítavinnu sem við erum að gera og þá sjáum við að við eigum roð í öll lið í deildinni."

Óttar væri til í að fara út á land í 8-liða úrslitum. Það er nú ekki mikið annað í boði en að fara til Ísafjarðar og mæta Vestra en þau lið sem eru komin áfram eru öll í kringum höfuðborgarsvæðið.

„Svosem ekki. Bara eitthvað skemmtilegt lið en það væri gaman að fara út á land í eitthvað ævintýri," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner