Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. ágúst 2022 16:50
Fótbolti.net
'MVP' kraftröðun í Bestu: Veit ekki hvar Keflavík væri án hennar
Samantha Leshnak Murphy.
Samantha Leshnak Murphy.
Mynd: Hrefna Morthens
Natasha er á öllum listum.
Natasha er á öllum listum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Heimavellinum í gær var farið yfir það hvaða leikmenn væru mikilvægastir fyrir sitt lið í Bestu deild kvenna, hver væri MVP (e. most valuable player) deildarinnar.

Fréttararitar Fótbolta.net, þau Alexandra Bía, Guðmundur Aðalsteinn og Sigríður Dröfn voru gestir í þættinum og mættu með heimavinnu; topplista yfir þrjá mikilvægustu leikmenn deildarinnar. Þá er ekki verið að tala um bestu leikmennina, heldur hverjar eru mikilvægastar fyrir sitt lið.

Bæði Alexandra og Gummi völdu Samönthu Murphy úr Keflavík sem mikilvægasta leikmann deildarinnar. „Ég veit ekki hvar Keflavík væri án hennar. Ég gæti alveg séð fyrir mér að hún fái stærra gigg eftir tímabil, hér á landi eða þá að hún fari eitthvað út í heim og geri eitthvað," sagði Gummi.

Hér að neðan má sjá topp þrjá listana hjá þeim öllum, hvaða leikmenn þau telja mikilvægasta fyrir sitt lið í deildinni - hvaða leikmenn eru að gefa liðum sínum mest.

Alexandra:
1. Samantha Murphy (Keflavík)
2. Olga Sevcova (ÍBV)
3. Natasha Moraa Anasi (Breiðablik)

Gummi:
1. Samantha Murphy (Keflavík)
2. Natasha Moraa Anasi (Breiðablik)
3. Sif Atladóttir (Selfoss) / Sandra María Jessen (Þór/KA)

Sigríður:
1. Natasha Moraa Anasi (Breiðablik)
2. Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
3. Sandra María Jessen (Þór/KA)

Hægt er að hlusta á alla umræðuna úr Heimavellinum hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Sterkust í 9. umferð - Galin tölfræði
Heimavöllurinn: Svakalegur seinni á Samsung, ótrúlegt XG á Akureyri og línulaust í Dalnum
Athugasemdir
banner
banner
banner