Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 11. september 2024 14:28
Elvar Geir Magnússon
Vill að Heimir verði látinn taka pokann sinn strax
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: EPA
Eamon Dunphy við vaxmynd af sjálfum sér.
Eamon Dunphy við vaxmynd af sjálfum sér.
Mynd: Getty Images
Írski fjölmiðlamaðurinn og sparkspekingurinn Eamon Dunphy fer hamförum í skrifum sínum um írska landsliðið í pistli á Irish Mirror. Dunphy er fyrrum landsliðsmaður Írlands, lék 23 landsleiki á árunum 1965- 1971.

Hann vill losna við stjórn írska fótboltasambandsins en segir að fyrsta verk þurfi þó að vera að láta Heimi Hallgrímsson taka pokann sinn.

„Ég er sár og svekktur og er kominn með nóg. 79 ára að aldri hef ég aldrei séð hlutina eins slæma og þeir eru núna. Þetta er sögulegur lágpunktur," skrifar Dunphy.

Hann segir að ráðningin á Heimi sé stórfurðuleg í ljósi ferilskrár hans en sleppir því meðal annars að telja upp afrek hans að koma Íslandi á HM í Rússlandi.

„Eigum við að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir því að ná þessum náunga? Hvað sáu þeir í honum?"

Írland tapaði gegn Englandi og Grikklandi í nýliðnum landsleikjaglugga, fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis, og Dunphy gagnrýnir nálgun Íslendingsins og skiptingar hans í leikjunum en greinina er hægt að lesa í heild sinni hér.
Athugasemdir
banner
banner