
,,Það var eitt það rosalegasta sem að Pepsi-mörkin hafa lent í, maður fór huldu höfði. Þetta fór miklu lengra en að manni hafði órað fyrir og mér stóð ekkert á sama við getum orðað það þannig. Það voru skilaboð, sms, ef að þú myndir láta sjá þig niðri í bæ þá yrði gengið frá þér og svona.

,,Við getum orðað það þannig að maður settist niður spenntur og horfði á hundleiðinlegan fótboltaleik. Mér fannst þetta hundleiðinleg taktík en liðið var að spila á útivelli og frábær úrslit en það má alveg segja að ég hafi verið full hvass enda fékk ég að finna fyrir því og kannski Twitter er ákveðið kviksyndi.
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og umsjónarmaður Pepsi-markanna, var í útvarpsviðtali við Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net sem var á X-inu í hádeginu en þar ræddi hann um landsliðin, ástæðu þess að hann hætti á Twitter og önnur atvik.
Hörður hefur verið stjórnandi Pepsi-markanna undanfarin ár en hann er talinn ansi umdeildur þar.
Fólk ræðir oft um ást hans á FH, félaginu sem hann lék lengi vel með á ferli hans sem knattspyrnumaður en hann ræddi um lífið í Pepsi mörkunum í hádeginu í dag.
Hann er ekki beint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en viðurkenndi þó að hann hafi farið full hvasst í umræðuna á Twitter um U21 árs landsliðið í gær.
,,Þetta er fjórða árið sem ég er að klára sem host og ég held að með tíð og tíma hafi ég verið meira til baka og vitað hvenær ég eigi að þegja og hvenær ekki. Stundum þegar þú ert að vinna í sjónvarpi og þætti og þér finnst hlutirnir vera daufir þá hendir þú inn einni og einni lítilli sprengju til að fá meiri dialog og banter eða hvernig sem er," sagði Hörður í útvarpsþættinum í dag.
,,Ég segi yfirleitt það sem ég meina og við höfum tekið ýmsar rispur gegn FH og hinu og ég vil frekar að menn bendi á það sem tönnum festir. Hvað var það í lokaþættinum í upggjörinu sem gerði það að verkum að sumir eins og Gary Martin fari að tjá sig um þetta?"
,,Það er óheyrilega mikil vinna sem fer í þetta og ég kemst ekki á neina leiki því ég er að fylgjast með öllum leikjunum sem koma í hús. Það eru ekkert rosalega margir sem koma að þættinum. Við erum með Óla Chelbat og tvo klippara með honum og stundum missum við af einhverju."
,,Það fer í taugarnar á mér tildæmis þegar Jonathan Glenn slær til Guðmundar Reynis, þá um leið kom ef þetta hefði verið FH-ingur eða Kjartan Henry en einhverja huta vegna fór þetta framhjá okkur. Þetta var ekki gert með þeim vilja að það hentaði ekki, það eru svona hlutir sem mér finnst ósanngjarnir en þessi heimur er að mörgu leiti ósanngjarn."
,,Við erum auðvitað að skjóta á leikmenn og annað en menn verða að gera það á uppbyggjandi hátt. Ég tek þetta miklu meira nærri mér en ég gerði og það eru einstaklingar sem hafa að einhverju leiti horn í síðu manns og ég breyti því ekkert, það er bara þannig og verður þannig."
Hörður ákvað að leggja Twitter-aðgang sinn á hilluna í gær en hann ræddi þá um U21 árs landsliðið sem gerði markalaust jafntefli við Dani ytra og talaði um hundleiðinlegan fótbolta og gagnrýndi þjálfarateymið í færslum sínum.
Það voru margir sem fóru að senda honum skilaboð á Twitter og ákvað Hörður á endanum að kalla þetta gott. Hann talaði um að Twitter væri ekki hans vettvangur en hann er ekki heldur á Facebook.
,,Við getum orðað það þannig að maður settist niður spenntur og horfði á hundleiðinlegan fótboltaleik. Mér fannst þetta hundleiðinleg taktík en liðið var að spila á útivelli og frábær úrslit en það má alveg segja að ég hafi verið full hvass enda fékk ég að finna fyrir því og kannski Twitter er ákveðið kviksyndi."
,,Stundum er maður yfirleitt frekar meinlaus þar en í gær var þetta pínu of mikið enda fékk ég alveg að finna fyrir því, gott og blessað. Það getur alveg vel verið og maður þarf kannski að vera aðeins meira low-key."
,,Þetta er búið. Ég held að eins gaman og það er að interacta við töluverðan fjölda fólks, ekki bara fótbolta heldur tónlist. Ég hef verið mjög duglegur að promote-a Genesis þá ákvað ég að slaufa þessu fyrir fullt og fast, þetta hefur ekki gert nógu mikið fyrir mig."
,,Ég var að blocka nokkra einstaklinga og hugsaði með mér að ég nenni þessu ekki lengur og eyddi accountinum sem voru með einhverja 6500 followers. Ég er ekki á Facebook svo það er bara gamli góði síminn og alnetið en Twitter lifir góðu lífi án mín og þú verður að þekkja þín takmörk og þetta var kannski ekki rétti vettvangur hjá mér."
,,Ég er skoðanaglaður maður og menn höfðu alveg rétt á því að gagnrýna þetta í gær en ég var svolítið hvass sjálfur. Það er best að byrja á núlli aftur og þar sem ég er í sumarfríi eftir langt sumar að svona fá fjarlægð frá þessu og farið að taka of mikinn tíma frá manni."
Hörður er í sumarfríi núna og veit ekki hvort hann verður áfram með Pepsi-mörkin en ljóst er að það þarf að koma maður inn þar sem Reynir Leósson er orðinn aðstoðarþjálfari Fylkis og þarf því annan mann inn en ekki er víst að Hörður haldi áfram með þáttinn.
,,Ég á eftir að ræða það við Óskar Hrafn en það verður að koma í ljós. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og hefur verið það og Reynir hættir en ég held að það sé ekki tímabært að fara að ræða það núna en það hefur verið gríðarlega skemmtilegt að vera með Pepsi-mörkin og hefur gefið manni mikið og færa fótboltann svona og tala mannamál en það tekst ekki alltaf en oft tekst það."
,,Þú þarft svolítið að standa í lappirnar og stundum erum við að gagnrýna dómara og svona og það er auðvitað ekkert alltaf auðvelt fyrir þá að hlusta á það sem við erum að segja. Þetta er leikur mikilla skoðanna."
Tómas og Hörður ræddu þá um myndbandið sem Pepsi-mörkin gerðu árið 2011 en þá var tekið saman þeir dómar sem höfðu fallið með KR. Hörður fékk hótanir eftir birtinguna en hann segir atvikið það rosalegasta sem Pepsi-mörkin hafi lent í.
,,Það var eitt það rosalegasta sem að Pepsi-mörkin hafa lent í, maður fór huldu höfði. Þetta fór miklu lengra en að manni hafði órað fyrir og mér stóð ekkert á sama við getum orðað það þannig. Það voru skilaboð, sms, ef að þú myndir láta sjá þig niðri í bæ þá yrði gengið frá þér og svona."
,,Það var engin sérstök reynsla og okkur tókst að fá KR-inga brjálaða upp á móti okkur, það er engin spurning að þetta sé það rosalegasta en við komumst í gegnum þann skafl og sýningin heldur áfram. Mig grunaði að þetta yrði sprengja og þetta varð kannski meiri sprengja en upprunalega þá var hugmyndin ekki mín en ég sem ritstjóri þáttarins þurfti að standa við það."
,,Ég hef fengið meil eftir síðasta þátt frá ótrúlega mörgum sem maður tekur mark á og það hlýjar manni um hjartarætur og ég meina þó að ýmislegt hefur á bjátað þá hefur þetta mest megnis verið mjög jákvæð reynsla og maður gerir sér alveg grein fyrir því að það eru mjög margar mismunandi skoðanir á hinu og þessu," sagði hann ennfremur.
Hægt er að hlusta á upptökuna af þessu hér fyrir ofan.
Athugasemdir