mán 11. október 2021 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Ég var stoltur af honum og hann stoltur af mér
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 19 ára gamli Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt annað landsliðsmark þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld.

Andri kom inn á sem varamaður í kvöld. Markið skoraði hann eftir undirbúning frá bróður sínum, Sveini Aroni.

„Þetta var alveg geggjað. Það þurfti að vera Svenni sem kom með stoðsendinguna," sagði Andri Lucas léttur í samtali við RÚV eftir leik kvöldsins.

„Þetta var mjög góð sending hjá honum og ég náði að slútta þessu. Bara geggjað."

„Ég var stoltur af honum og hann var stoltur af mér. Ég þurfti að knúsa stóra bróður eftir þetta."

„Þetta er að verða gott lið. Það eru betri tengsl að koma á milli leikmanna og við erum að byggja upp gott lið. Við erum að byggja upp nýtt lið og það eru margir leikmenn sem eru góðir einstaklingar. Það eru margir leikmenn mjög góðir. Það er verkefni í gangi," sagði Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner