Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einhver veisla í vændum ef hann sleppur við meiðsli"
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er gríðarlega hrifinn af Andra Lucasi Guðjohnsen, sóknarmanni Real Madrid og íslenska landsliðsins.

Andri Lucas, sem er 19 ára gamall, kom inn á sem varamaður í kvöld og skoraði sitt annað landsliðsmark þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. Markið skoraði hann eftir undirbúning frá bróður sínum.

Arnar, sem þekkir fótbolta betur en margir, hefur trú á því að Andri Lucas, sem er í Meistaradeildarhópi hjá stórveldinu Real Madrid, geti náð langt.

„Það er eitthvað við leikinn hjá Andra Lucasi og maður bíður spenntur eftir því að sjá hvernig ferill hans mun þróast," sagði Arnar á RÚV.

„Það eru einhverjar hreyfingar þarna sem maður sá hjá afa hans og pabba hans. Ég vil ekki vera að 'hæpa' hann of mikið en það sem maður sér núna á þessu stigi, þá er einhver veisla í vændum ef hann sleppur við meiðsli."

„Hann er líka með sterkan haus sýnist mér," sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner