Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skyldusigur og Guðjohnsen á Guðjohnsen
Icelandair
Góður sigur hjá Íslandi.
Góður sigur hjá Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 4 - 0 Liechtenstein
1-0 Stefán Teitur Þórðarson ('18 )
2-0 Albert Guðmundsson ('36 , víti)
3-0 Albert Guðmundsson ('79 , víti)
4-0 Andri Lucas Guðjohnsen ('88 )
Rautt spjald: Martin Marxer, Liechtenstein ('63) Lestu um leikinn

Ísland vann sigur á virkilega slöku liði Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld.

Það hefði í raun mikið þurft að gerast svo að Ísland myndi ekki vinna þennan leik; svo slakt var lið Liechtenstein.

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson kom Íslandi á bragðið með skallamarki eftir stórkostlega sendingu frá Jóni Degi Þorsteinssyni. Albert Guðmundsson bætti svo við marki úr vítaspyrnu fyrir leikhlé.

Albert gerði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 79. mínútu. Hann var mjög öruggur í bæði skiptin. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og fiskaði seinni vítaspyrnu Íslands.

Það var svo risastórt augnablik í Laugardalnum á 88. mínútu þegar Sveinn Aron lagði upp fyrir yngri bróður sinn, Andra Lucas. Andri kom inn á sem varamaður nokkrum mínútum áður; hans annað landsliðsmark. Þetta er augnablik sem verður örugglega minnst einhvern tímann á næstu árum.

Ekki alveg frammistaða upp á tíu hjá íslenska liðinu, en góður sigur samt sem áður og úrslitin ásættanleg.

Ísland er núna með átta stig í riðlinum í næst neðsta sæti. Liechtenstein er á botni riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner