Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. október 2021 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vanda færði goðsögnum blómvönd fyrir leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi leikur Íslands og Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Fyrir leik voru tvær goðsagnir í íslenskum fótbolta heiðraðar. Vanda Sigurgeirsdóttir færði þeim Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni blómvendi.

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er fæddur árið 1984 og er því 37 ára á þessu ári. Hans fyrsti A-landsleikur var leikur gegn Kýpur árið 2011 í undankeppni EM 2012. Hannes Þór lék á ferli sínum 77 A landsleiki og var aðalmarkvörður liðsins bæði á EM 2016 og HM 2018.

Miðvörðurinn Kári Árnason lék sinn fyrsta A landsleik árið 2005, þá 23 ára gamall, þegar Ísland mætti Ítalíu í vináttuleik ytra. Kári, sem er fæddur 1982, lék á ferli sínum með A karla 90 leiki og skoraði í þeim 6 mörk, en hann var máttarstólpi í vörn Íslands á bæði EM 2016 og HM 2018.

Tveir leikmenn sem voru ótrúlega mikilvægir í mögnuðum árangri Íslands frá 2011 til 2019 og hafa núna spilað sinn síðasta landsleik.

Hér að neðan má sjá myndband frá RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner