Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   fös 11. október 2024 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sagði frá skemmtilegum samskiptum við Jóa Berg - „Var mjög stoltur af því"
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales, sagði frá skemmtilegum samskiptum hans við Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliða Íslands, eftir leik liðanna í kvöld.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en Wales komst í 2-0. Ísland kom til baka í seinni hálfleiknum.

„Jói sagði mér eftir leikinn hvernig þeir fundu lausnirnar í seinni hálfleik. Hann var mjög stoltur af því þegar hann sagði mér það. Hann hafði rétt fyrir sér. Við vorum að reyna að koma upplýsingum inn á völlinn. Ég verð að vera hreinskilinn, ég hafði mjög gaman að þessum leik. Þeir breyttu ákveðnum hlutum í seinni hálfleik og það virkaði," sagði Bellamy en hann og Jói Berg voru saman hjá Burnley á Englandi í tvö ár. Bellamy var þar aðstoðarþjálfari og Jói auðvitað leikmaður.

„Ég elska hann, jafnvel líka þegar hann tuðar. Hann er frábær manneskja og mér finnst húmorinn hans mjög skemmtilegur."

„Ég var líka með Aroni Einari í Cardiff og elskaði hann. Jói er toppmaður og það var skemmtilegt að tala við hann eftir leikinn. Hann skaut eitthvað á mig út af seinni hálfleiknum. Vonandi sé ég hann aftur í Cardiff í næsta mánuði. Ég og Jói erum alltaf eitthvað að grínast," sagði Bellamy.
Athugasemdir
banner