Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. nóvember 2018 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma ekki í vandræðum gegn Sampdoria
Mynd: Getty Images
Roma er komið upp í sjötta sæti ítölsku deildarinnar eftir frábæran 4-1 sigur á Sampdoria í dag.

Juan Jesus og Patrick Schick gerðu fyrstu tvö mörk heimamanna í Róm áður en Stephan EL Shaarawy gerði út um leikinn með þriðja markinu.

Gregoire Defrel minnkaði muninn fyrir Samp áður en El Shaarawy bætti síðasta marki leiksins við í uppbótartíma.

Til gamans má geta að Schick og Defrel voru að skora gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum. Schick var keyptur til Roma í fyrra og kom Defrel til Sampdoria í sumar.

Botnlið Chievo gerði þá jafntefli við Bologna og náði Empoli að leggja Udinese að velli áður en Sassuolo tók á móti Lazio í jöfnum leik.

Roma 4 - 1 Sampdoria
1-0 Juan Jesus ('19 )
2-0 Patrik Schick ('59 )
3-0 Stephan El Shaarawy ('72 )
3-1 Gregoire Defrel ('89 )
4-1 Stephan El Shaarawy ('90 )

Chievo 2 - 2 Bologna
0-1 Federico Santander ('3 )
1-1 Riccardo Meggiorini ('20 , víti)
2-1 Joel Obi ('45 )
2-2 Riccardo Orsolini ('56 )

Empoli 2 - 1 Udinese
1-0 Miha Zajc ('41 )
2-0 Francesco Caputo ('51 )
2-1 Ignacio Pussetto ('81 )

Sassuolo 1 - 1 Lazio
0-1 Marco Parolo ('7 )
1-1 Gianmarco Ferrari ('15 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner