Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 11. nóvember 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou tekur sökina á sig eftir tap gegn Ipswich
Mynd: EPA
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham var svekktur eftir óvænt tap gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hann er ósáttur með það mikla ósamræmi sem hann tekur eftir í frammistöðu leikmanna sinna á milli leikja. Tottenham sigraði 4-1 gegn sterku liði Aston Villa einni viku áður en liðið tapaði 1-2 á móti Ipswich og voru báðir leikirnir á heimavelli.

Tottenham er aðeins í tíunda sæti eftir ellefu umferðir í ensku úrvalsdeildinni, en liðið er þó komið með 16 stig og er aðeins þremur stigum á eftir Arsenal, Chelsea, Nottingham Forest og Brighton í afar þéttum pakka í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

„Ég verð að taka sökina á sjálfan mig, ég er ekki að ná því besta úr leikmönnum í hverri viku. Eina vikuna eru þeir frábærir og svo virðast þeir vera allt aðrir leikmenn næstu vikuna. Ég þarf að laga þetta," sagði Postecoglou eftir tapið gegn Ipswich í gær.

„Þetta ósamræmi í frammistöðu leikmanna er á minni ábyrgð. Við þurfum að laga þetta ef við viljum ná einhverjum árangri."

Tottenham lenti 0-2 undir í fyrri hálfleik gegn Ipswich og var það í þrettánda sinn sem Tottenham lendir undir í fimmtán heimaleikjum í úrvalsdeildinni á þessu dagatalsári.

„Það eru mismunandi ástæður fyrir því að við erum að lenda undir á heimavelli. Í dag var það aðeins frábrugðið öðrum skiptum, við vorum alltof passívir."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner