Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 11. nóvember 2024 17:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Nistelrooy yfirgefur Manchester United (Staðfest)
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Amorim er mættur til starfa.
Amorim er mættur til starfa.
Mynd: EPA
Manchester United hefur staðfest að Ruud van Nistelrooy verði ekki áfram hjá félaginu.

Van Nistelrooy hefur verið í þjálfarateymi United á yfirstandandi tímabili og stýrt liðinu til bráðabirgða eftir að Erik ten Hag var rekinn. Undir hans stjórn vann Man Utd þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði engum.

Ruben Amorim er núna tekinn við stjórnartaumunum og mun Van Nistelrooy ekki starfa með honum.

Rene Hake, Jelle ten Rouwelaar og Pieter Morel hafa einnig sagt skilið við Man Utd en þeir voru í þjálfarateymi Ten Hag.

Amorim og hans teymi; Carlos Fernandes, Adelio Candido, Paulo Barreira, Emanuel Ferro og Jorge Vital, lentu í Manchester fyrr í dag. Man Utd birti myndir af Amorim á samfélagsmiðlum sínum við komu hans á æfingasvæði félagsins.

Fernandes, Candido og Ferro verða þjálfarar í teyminu, Vital er reynslumikill markvarðaþjálfari og Paulo Barreira er íþróttafræðingur. Vital er 63 ára en sá yngsti af þeim er Candido sem er 28 ára og er sagður mikill húmoristi sem nái gríðarlega vel til leikmanna.

Van Nistelrooy er goðsögn hjá Man Utd en hann kveður núna félagið aftur í bili.


Athugasemdir
banner
banner
banner