Elísabet Gunnarsdóttir var sterklega orðuð við Aston Villa á Englandi síðasta sumar en en Hollendingurinn Robert De Pauw var ráðinn í starfið.
Núna fyrir stuttu kom svo yfirlýsing frá Aston Villa þar sem félagið tilkynnti að De Pauw væri hættur störfum.
Núna fyrir stuttu kom svo yfirlýsing frá Aston Villa þar sem félagið tilkynnti að De Pauw væri hættur störfum.
Aston Villa hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu deildarleikjum sínum og var þörf á breytingu.
Elísabet þótti líklegur kostur í starfið síðasta sumar og spurning er hvort hún verði aftur í umræðunni um það núna. Hún er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Kristianstad í Svíþjóð í nóvember í fyrra.
Athugasemdir